Í næstu viku fara af stað morgunæfingar fyrir iðkendur KA og KA/Þór. Um er að ræða tækniæfingar þar sem mesta áherslan verður á einstaklingsfærni. Í fyrra vorum við með svipaðar æfingar og gafst mjög vel og erum við hæstánægð að geta boðið okkar iðkendum þetta tækifæri aftur þeim að kostnaðarlausu.
Æfingarnar eru fyrir krakka í 3., 4., 5. og 6. flokki eldra ár (árg. 1999-2006)
Æfingarnar fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum í KA-heimilinu frá 06:20-07:20.
Skráning á æfingarnar tekur Jónatan Þór Magnússon við á netfanginu jonni@ka.is
Smellið á myndina fyrir nánari upplýsingar, þjálfara og æfingatíma.