Tap gegn FH í Hafnarfirðinum

FH sigraði KA/Þór á laugardaginn með 30 mörkum gegn 27 í N1 deild kvenna en staðan var 18-13 FH konum í vil í hálfleik. KA/Þór voru ekkert á því að gefast upp og náðu þær að jafna um miðbik síðari hálfleiks. FH stúlkur reyndust þó sterkari á lokamínútunum og unnu sigur 30-27.

Vegna óveðurs var leiknum seinkað og ekki ósennilegt að þreytandi ferðalag hafi setið í stelpunum í fyrri hálfleiknum.

Mörk KA/Þór: Arna Valgerður Erlingsdóttir 9, Ásdís Sigurðardóttir 4, Inga Dís Sigurðardóttir 3, Unnur Ómardóttir 2, Kara Rún Árnadóttir 2, Martha Hermannsdóttir 2, Steinunn Bjarnason 2, Emma Sardarsdóttir 2 og Katrín Vilhjálmsdóttir 1.

Mörk FH: Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 11, Birna Íris Helgadóttir 5, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Ingibjörg Pálmadóttir 5, Gunnur Sveinsdóttir 2, Sigrún Gilsdóttir 1 og Hafdís Guðjónsdóttir 1.

KA/Þór er því án stiga eftir tvo leiki en ljóst að þess er ekki langt að bíða að fyrstu stigin koma í hús. Næsti leikur er heimaleikur gegn Fylki og verður sá leikur í KA heimilinu laugardaginn 24. október og hefst klukkan 16:00.