KA/Þór tapaði illa gegn Fylki, 15:27, er liðin mættust í KA- heimilinu í dag í 3. umferð N1- deildar kvenna í handbolta. Fylkir hafði
sex marka forystu í hálfleik, 14:8, og gerði út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks með því að skora fyrstu fimm mörkin og lagði
þar með grunninn að 12 marka sigri.
Gestirnir að sunnan höfðu frumkvæðið í leiknum frá upphafi til enda. Það tók heimastúlkur sex mínútur að komast á blað í leiknum eftir að Fylkir hafði skorað fyrstu þrjú mörkin. Gestirnir fóru fljótlega að síga framúr í leiknum og höfðu yfir þegar flautað var til hálfleiks, 14:8.
Fylkir lagði grunninn að öruggum sigri sínum í upphafi síðar hálfleiks þegar þær skoruðu fyrstu fimm mörkin á hálfleiknum og náðu 11 marka forystu, 19:8. Það reyndist full mikill munur fyrir heimastúlkur að vinna upp og Fylkir vann öruggan 12 marka sigur, 27:15. KA/Þór er því enn án stiga í deildinni eftir þrjá leiki.
Emma Sardarsdóttir og Katrín Vilhjálmsdóttir sækja að marki Fylkis í leiknum á laugardaginn
Emma Sardarsdóttir var markahæst í liðið KA/Þórs í dag með 5 mörk, Inga Dís Sigurðardóttir og Ásdís Sigurðardóttir skoruðu 3 mörk hvor, Arna Valgerður Erlingsdóttir 2 mörk og þær Martha Hermannsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir skoruðu sitt markið hvor. Selma Sigurðardóttir stóð sig vel í marki KA/Þórs og varði 12 skot í leiknum og Lovísa Oktavía Einarsdóttir varði 2 skot.
Hjá Fylki voru markahæstar þær Sunna Jónsdóttir með 7 mörk og Sunna María Einarsdóttir með 6 mörk.