Íslandsmeistarar KA í 3. flokki karla komu heim í gærkvöldi með bikarinn eftirsótta. Tekið var á móti hópnum í KA
heimilinu þar sem unglingaráðið, foreldrar og aðrir biðu strákanna. Eftir ávarp Sigfúsar Karlssonar var hverjum og einum liðsmanni afhent
rós og síðan boðið í pizzuveislu.
Þórir Tryggvason mætti á staðinn vopnaður myndavélinni að vanda.
Beðið eftir rútunni
Íslandsmeistararnir komnir í hús
Glaðbeittir meistarar ásamt unglingaráðinu.