Þrír leikir um helgina hjá m.fl. og 3.fl. KA/Þórs

Það er nóg að gera í handboltanum hjá KA/Þór um helgina en meistaraflokkur kvenna spilar tvo leiki í KA heimilinu um helgina og 3. flokkur kvenna spilar einn leik. Dagskráin er eftirfarandi:

Laugardagur kl. 12:00 m.fl.  KA/Þór – Fjölnir/Afturelding
Sunnudagur kl. 11:00 3.fl. KA/Þór – HK1
Sunnudagur kl. 13:00 m.fl. KA/Þór – HK

KA/Þór situr sem stendur í 2. sæti annarrar deildar meistaraflokks en hér að neðan má sjá stöðu og úrslit allra leikja.