Frá hausti 2009 mun MA og VMA bjóða upp á afrekssvið sem valið er samhliða annarri braut. Ýmsar greinar verða með í vetur og hefur Handknattleiksdeild KA hug á að vera með í þessu starfi.
Ítarlegri upplýsingar um málið fylgja hér á eftir.
Akureyri 1.júlí 2009
Síðastliðinn vetur buðu MA og VMA upp á afreksþjálfun í samstarfi við íþróttafélögin á Akureyri.
Þetta var tilraunaverkefni með þátttöku Blakdeildar KA, Knattspyrnudeilda KA og Þórs og Skíðafélags Akureyrar.
Var um að ræða eina morgunæfingu milli 08:00 og 10:00 á skólatíma á miðvikudögum.
Tilvonandi afreksmenn sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum æfingum þurfa að fá samþykki viðkomandi íþróttafélags og leikmenn þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði s.s að hafa brennandi áhuga á íþrótt sinni og varðandi mætingu og notkun áfengis og tóbaks.
Frá hausti 2009 mun MA og VMA bjóða upp á afrekssvið sem valið er samhliða annarri braut. Fleiri greinar verða með í vetur og hefur Handknattleiksdeild KA hug á að vera með í þessu starfi.
Verður æfing á miðvikudögum eins og sl. ár í Boganum fyrir knattspyrnu en í öðrum íþróttahúsum bæjarins fyrir aðrar greinar. Fá nemendur einingu fyrir eins og sl. ár.
Hins vegar verður nú bætt við annarri æfingu á mánudagsmorgnum mill 08:00 og 10:00 . Munu þeir tímar verða undir stjórn íþróttakennara skólanna þar sem bæði verður unnið með mælingar, og æfingar frá þjálfurum félaganna. Í staðinn þurftu nemendur ekki að taka þátt í íþróttatímum skólanna en fá sína einingu í íþróttum engu að síður. Útbúin verður kennsluáætlun fyrir hverja íþróttagrein . Stefnir KA að því að skapa foreldra og fagráð um þennan hóp og virkilega vinna í því að gera unga leikmenn okkar betri í öllum greinum sem KA býður upp á.
Upplýsingar um þessi mál voru í nýnemabréfi frá skólunum nú í vor og þurfa nýnemar að merkja við ef þeir vilja vera á afreksbraut. Við hvetjum nýnema sem æft hafa hjá Handknattleiksdeild KA til að merkja við afreksbrautina. Handknattleiksdeild KA vill einnig hvetja eldri nemendur til að sækja um afreksíþróttabrautina.
Handknattleiksdeild KA mun bjóða mörgum iðkendum fæddum ´90, ´91, ´92 og ´93 upp á þennan möguleika og munu þjálfarar deildarinnar kynna þetta fyrir okkar krökkum. Nýnemar hafa beint samband við skólann en eldri nemar þurfa að hafa samband við þjálfarana og Handknattleiksdeildin mun svo senda inn nafnalista yfir þá sem hafa brennandi áhuga. Fyrir 3.júlí þurfa íþróttafélög að skila nafnalista yfir þá sem þau útnefna og nýnemar þurfa að skila inn þátttökuumsókn.
Á næstunni ættu að koma upplýsingar inn á heimasíður skólanna en ef upplýsinga er þörf þá bendum við á íþróttakennara skólanna þá Unnar Vilhjálmsson í MA (unnar@ma.is) og Ólaf Björnsson í VMA (olafur@vma.is) og Stefán Ólafsson (stefol@mi.is) s. 4624070 en hann hefur verið tengiliður KA við skólana.
Virðingarfyllst
Fh. Afreksnefndar Stefán Ólafsson
Fh. Handknattleiksdeildar KA Erlingur Kristjánsson