Mótið fer fram á föstudagskvöld og laugardagsmorgun. Við munum ljúka leik um hádegisbil á laugardag og heimkoma því áætluð um kvöldmatarleyti þann dag. Verð ferðarinnar er kr. 7.500 (innifalið rúta, gisting, tvær heitar máltíðir, morgunverður og sund).
Drengirnir þurfa að taka með sér dýnu og svefnpoka eða sæng, sundföt, útbúnað til keppni að undandskilinni keppnistreyju. Afar mikilvægt er að drengirnir séu vel nestaðir. Gist verður í skólastofu en ekki hafa borist nánari upplýsingar um staðsetningu. Eins og áður kom fram er aðalþjálfari á leið til útlanda en foreldrar eru hvattir til að hringja í hann fimmtudaginn 19. nóvember ef frekari upplýsinga er þörf og fylgjast með heimasíðu.
Á morgun fimmtudaginn 12. nóvember eiga drengirnir að spila æfingaleiki við 5. flokk kvenna og fara leikirnir fram í KA heimilinu. Mæting kl. 15.15.
Aukaæfing er fyrir yngra ár laugardagsmorguninn 14. nóvember kl. 09.30. Afar mikilvægt að allir mæti.
Kveðja,
Jóhannes G. Bjarnason s. 662-3200