Öll lið N1-deilda karla og kvenna eru skoðuð og sérfræðingur fer yfir styrkleika og veikleika liðanna og rýnir í möguleika hvers
þeirra í deildarkeppninni á komandi leiktíð. Blaðinu er dreift á völdum bensínstöðvum N1 sem og í öllum
íþróttahúsum félaga í N1-deildinni.
Ragnar Hermannsson lagði mat sitt á liðin í N1-deild kvenna en hann hefur mörg undanfarin ár verið í hópi sigursælustu
þjálfaranna í kvennadeildinni og þar þekkir hann hverja þúfu og hvern hól.
Það er svo enginn annar en Árni Stefánsson sem varpar ljósi á liðin í N1-deild karla og ber hitann og þungann af umfjöllun blaðsins um
karlaliðin. Árni er okkur á Akureyri að sjálfsögðu góðkunnur sem leikmaður og þjálfari til margra ára.
Hægt er að skoða PDF útgáfu blaðsins með því að smella
hér.