Stuðningsmannaveggur KA og KA/Þór hefur prýtt íþróttasalinn okkar undanfarin þrjú ár og vakið verðskuldaða athygli.
Gegnum tíðina hafa margir lagt þessu málefni lið. Við fögnum því og erum stolt að eiga jafn dyggan og flottan hóp stuðningsaðila. KA fjölskyldan er stór og fyrir komandi ár langar okkur að gera vegginn enn stærri!
Sýndu stuðning þinn í verki og vertu með okkur í liði!
Hvert fullorðinsnafn á vegginn kostar 10.000 kr
Hvert nafn fyrir einstakling undir 16 ára kostar 5.000 kr
Athugið að hugmyndin er að endurnýja vegginn ár hvert og munum við því stofna kröfu á sama tíma á næsta ári fyrir þá sem velja að vera með áfram. Vilji fólk taka sig af veggnum þá er hægt að hafa samband við siguroli@ka.is