Tvær úr liði KA/Þór ú U-19 ára landsliðinu

Tvær KA/Þórs stúlkur, Arna Valgerður Erlingsdóttir og Unnur Ómarsdóttir  hafa verið valdar í landslið U-19 ára í handbolta sem keppir í forkeppni Evrópumóts í Sarajevo í Bosníu um páskana.  Emma Sardarsdóttir var einnig í æfingahópi fyrir ferðina en hlaut ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans að þessu sinni.