Strákarnir í 2. flokki Akureyrar leika sína fyrstu heimaleiki um helgina. Á laugardaginn klukkan 15:30 mæta þeir Selfyssingum og veður leikið í Íþróttahöllinni. Sömu lið mætast svo aftur á sama stað á sunnudaginn klukkan 10:30.
Strákarnir hafa leikið fjóra leiki í deildinni, alla á útivöllum. Þeir byrjuðu á því að gera jafntefli gegn Gróttu 23-23 en töpuðu daginn eftir illa gegn Stjörnunni 34-26. Um síðustu helgi máttu strákarnir sætta sig við eins marks tap gegn Aftureldingu og tveggja marka tap gegn Val, en báðir þessir leikir gátu endað á hvorn veginn sem var.
Selfyssingar hafa leikið fimm leiki í deildinni og eru með tvö stig eftir einn sigur, þeir unnu heimaleik sinn gegn Fram með einu marki.
Það er ástæða til að hvetja alla til að koma og hvetja strákana til dáða því það er kominn tími til að safna stigum.