Tveir frá KA á Ólympíuleika æskunnar!

Valinn hefur verið 14 manna lokahópur U-17 landsliðs Íslands í handbolta sem mun fara fyrir Íslands hönd á Ólympíuleika æskunnar í Finnlandi en leikarnir fara fram í júlí.
Tveir KA-menn eru í lokahópnum og heita þeir Ásgeir Jóhann Kristinsson og Guðmundur Hólmar Helgason. Drengirnir voru á yngra ári í 3. flokki í vetur en léku þó einnig báðir með 2. flokki hjá Akureyri Handboltafélagi, Guðmundur t.d. byrjaði úrslitaleikinn gegn FH. Þá var Ásgeir í hóp hjá meistaraflokki eitt sinn í vetur.
Til hamingju strákar og gangi ykkur vel!