Undanúrslit í 2. deild kvenna í handbolta á fimmtudaginn

Það verður stórleikur í KA heimilinu á fimmtudaginn þegar KA/Þór mæta FH í undanúrslitum 2. deildar kvenna í handbolta. Leikurinn hefst klukkan 18:30 og hvetjum við alla stuðningsmenn til að fjölmenna.

Stelpurnar höfnuðu í 2. sæti deildarkeppninnar en lokastaðan varð sem hér segir:

Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. Valur 11 11 0 0 385:260 125 22
2. KA 11 9 0 2 335:285 50 18
3. Haukar 11 8 1 2 302:225 77 17
4. Víkingur 11 8 0 3 314:272 42 16
5. Víkingur 2 11 5 1 5 270:304 -34 11
6. FH 11 5 0 6 283:284 -1 10
7. ÍBV 11 4 1 6 325:315 10 9
8. HK 11 4 0 7 292:301 -9 8
9. ÍR 11 4 0 7 279:278 1 8
10. Þróttur 11 3 1 7 199:265 -66 7
11. Fjölnir 11 2 2 7 232:284 -52 6
12. Völsungur 11 0 0 11 189:332 -143 0


Eftir deildarkeppnina hófst úslitakeppni eftstu átta liðanna og fóru leikar þar eins og hér sést:

Dagur Leikur Úrslit
Fös. 17.apr.2009 Valur - HK 34-30 (17-11)
Sun. 19.apr.2009 Víkingur - Víkingur 2 26-21 (12-9)
Mán. 20.apr.2009 Haukar - FH 23-26 (10-15)
Fim. 23.apr.2009 KA - ÍBV 36-18 (17-7)


KA/Þór stelpurnar leika því við FH í fjórðungsúrslitunum á fimmtudaginn en segja má að hafi orðið óvænt úrslit í hinum leiknum þar sem Víkingur gerði sér lítið fyrir og sigraði topplið Vals á útivelli 25-26.