Unglingaflokkur kvenna: Tveir sigrar á FH

Fullt hús hjá Köru og félögum í gær
Fullt hús hjá Köru og félögum í gær
Það var nóg að gera hjá leikmönnum Akureyrar og FH í unglingaflokki þegar liðin mættust tvívegis með u.þ.b. hálftíma stoppi á milli leikja. Þessari törn lauk þannig að Akureyri sigraði í báðum leikjunum, 20-15 og 22-19 og skiluðu stelpurnar fjórum stigum í hús. Með þessum stigum tryggðu stelpurnar þriðja sætið í deildinni en Fram stelpurnar sem sitja í 4. sætinu geta ekki náð Akureyrarliðinu. Þessi lið mætast svo í KA heimilinu á sunnudaginn klukkan 13:00 en það er einmitt síðasti leikur Akureyrarliðsins í deildarkeppninni á þessu tímabili.