Úrslitaleikur í dag: FH – Akureyri beint á SportTV.is

Það má búast við hörkuleik í kvöld þegar Akureyri mætir FH í úrslitaleik deildarbikarsins. Þetta er annað árið í röð sem Akureyri leikur til úrslita í keppninni en í fyrra tapaði liðið úrslitaleiknum gegn Haukum með marki á síðustu sekúndu leiksins. Það má því segja að Akureyrarliðið hafi hefnt grimmilega fyrir það með því að valta yfir Haukana í gær. FH liðið vann Fram sannfærandi í gær og ljóst að FH liðið mætir af fullum krafti í úrslitaleikinn og ætlar sér ekkert nema sigur í mótinu þannig að þetta verður hörkuleikur.

Leikurinn hefst klukkan 18:15 í dag og verður sýndur beint á SportTV.is þannig að við hér norðan heiða getum fylgst með.

Smelltu hér til að horfa á leikinn.