Á laugardaginn er komið að stærsta leik ársins í kvennaboltanum. KA/Þór og Víkingur leika þá til úrslita í 2.
deild kvenna og er þetta jafnframt lokaleikur kvennahandboltans í ár. Leikurinn fer fram á Blönduósi og hefst klukkan 13:00 á laugardaginn.
Það er því tilvalið að skreppa í bíltúr á Blönduós, sjá skemmtilegan handbolta og hvetja stelpurnar til sigurs.