Stelpurnar í KA/Þór fá erfitt verkefni að glíma við á laugardaginn þegar þær halda suður og mæta Fram klukkan 15:00. Leikið er í Framhúsinu í Safamýrinni.
Fram liðið er í 2. sæti N1 deildarinnar og hefur verið gríðarlega öflugt í vetur.
Við hvetjum alla sem eiga þess kost að mæta og styðja norðanstúlkurnar í þessum erfiða leik.