Valskonur voru nokkrum númerum of stórar fyrir KA/Þór

Það var svosem viðbúið að Valsliðið reyndist ofjarlar KA/Þór í kvöld. Eftir að hafa leitt í hálfleik með sex mörkum, 7 - 13 tóku Valsstúlkur öll völd á vellinum og varð ekkert við þær ráðið.


Leiknum lauk með átján marka sigri 13-31 gestanna. Mörk KA/Þór skoruðu:, Arna Valgerður Erlingsdóttir, Ásdís Sigurðardóttir og Marta Hermannsdóttir 3 hver en Emma Havin Sardardóttir, Inga Dís Sigurðardóttir, Kolbrún Einarsdóttir og Unnur Ómarsdóttir eitt mark hver.

Í markinu varði Selma Sigurðardóttir 8 skot og Lovísa Eyvindsdóttir 1 skot.

Ágústa Edda Björnsdóttir var markahæst í liði Vals með 6 mörk en markvörður þeirra, Berglind Hansdóttir var klárlega maður vallarins en hún varði 30 skot í leiknum, þar á meðal eitt vítakast.