Vel heppnað lokahóf handboltans

Á miðvikudagskvöldið hélt Kvennaráð Handknattleiksdeildar KA lokahóf sitt fyrir meistara- og 3. flokk kvenna á Greifanum.   Allflestar stelpurnar voru mættar ásamt þjálfurum og stjórn og gerðu sér glaðan dag.   Farið var yfir stöðu liðsins og æfingar í maí ásamt framtíðarhorfum.  Þjálfararnir Hlynur Jóhannsson og Stefán Guðnason fengu þakklætisvott frá stjórn fyrir vel unnin störf.


Einnig verðlaunuðu þjálfararnir nokkra leikmenn fyrir góðan árangur í vetur.  Á meðfylgjandi mynd eru þjálfarar og efnilegasti leikmaðurinn Arna Valgerður Erlingsdóttir, mikilvægasti leikmaður liðsins Martha Hermannsdóttir og besti leikmaðurinn Ásdís Sigurðardóttir.