Sigur á Akureyri, styttist í Olís deildina

Handbolti
Sigur á Akureyri, styttist í Olís deildina
Góđur sigur í gćrkvöldi (myndir: Ţórir Tryggva)

Ţađ er fariđ ađ styttast í ađ baráttan í Olís deild karla í handboltanum hefjist ađ nýju eftir HM hlé en KA leikur fyrsta leik sinn eftir hlé sunnudaginn 3. febrúar ţegar liđiđ tekur á móti Fram. Ţađ er gríđarlega mikiđ undir í leiknum en Fram er í fallsćti ađeins ţremur stigum á eftir okkar liđi ţegar 9 umferđir eru eftir í deildinni.

Eins og gengur og gerist í svona langri pásu ţá hefur KA liđiđ veriđ ađ leika ćfingaleiki og um síđustu helgi hélt liđiđ suđur og lék gegn ÍR og Fjölni. Töluvert ryđ var í liđinu og vantađi töluvert uppá spilamennskuna í leikjunum tveimur. Strákarnir unnu 30-32 sigur á ÍR-ingum en töpuđu gegn Grill-66 deildarliđi Fjölnis 27-25.

Ţađ var ţví kćrkomiđ ađ fá ćfingaleik gegn nágrönnunum í Akureyri í gćrkvöldi og svöruđu strákarnir vel fyrir síđustu leiki. Leikurinn í gćr var hörkuspennandi og mátti vart sjá ađ um ćfingaleik vćri ađ rćđa en ţetta var fyrsti leikur Akureyrar undir stjórn Geirs Sveinssonar. KA liđiđ var ađeins vćngbrotiđ en báđir vinstri hornamenn liđsins voru fjarri góđu gamni og fengu ýmsir ađ spreita sig í horninu fyrir vikiđ.

Liđin skiptust á ađ leiđa í upphafi leiks og var jafnt á nánast öllum tölum upp í 8-8. Akureyrarliđiđ náđi ţá fínum kafla og gerđi nćstu ţrjú mörk. KA liđiđ náđi ţó ađ laga stöđuna fyrir hlé og hálfleikstölur voru 14-13 fyrir Akureyri.

Sama spenna einkenndi síđari hálfleikinn og mátti vart sjá hvort liđiđ myndi fara međ sigur af hólmi. Bćđi liđ dreifđu álaginu ţó nokkuđ og ljóst ađ leikurinn mun svara ýmsum spurningum sem ţjálfarar liđanna hafa fyrir lokasprettinn í deildinni.

Ţegar leiđ á síđari hálfleikinn sýndu strákarnir svo styrk sinn og keyrđu yfir Akureyrarliđiđ. KA náđi mest fimm marka forskoti en á endanum vannst 23-27 sigur. Alltaf sćtt ađ vinna bćjarslagi ţó um ćfingaleik vćri ađ rćđa en mest jákvćtt ţó ađ sjálfsögđu ađ spilamennskan var allt önnur frá helginni.

Áki Egilsnes var markahćstur međ 10 mörk, Tarik Kasumovic gerđi 6 mörk, Daníel Matthíasson gerđi 4 og ţeir Jovan Kukobat, Jón Heiđar Sigurđsson, Sigţór Árni Heimisson, Sigţór Gunnar Jónsson, Einar Birgir Stefánsson, Allan Norđberg og Dađi Jónsson gerđu allir eitt mark hver.

Í markinu dreifđu Jovan Kukobat og Svavar Ingi Sigmundsson álaginu og vörđu ţeir báđir frekar vel.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is