1 dagur í leik: Ævar Ingi: Þessi hópur er bara frábær

Það er aðeins rétt rúmur sólarhringur í að Guðmundur Ársæll Guðmundsson flauti leik KA og Fram á í 1. deild karla í knattspyrnu á KA-vellinum. Í tilefni af því tók heimasíðan Ævar Inga Jóhannesson í létt spjall um sumarið og veturinn sem er að baki.

Eins og hefur margoft komið fram hefst leikur KA og Fram kl. 16:00 á morgun, laugardag, á KA-vellinum. Ársmiðar eru til sölu upp í KA-heimili.