Í dag er einn dagur í N1 - Mótið og allt að verða klárt. Fjöldi sjálfboðaliða hafa undanfarna daga verið að koma upp auglýsingum, gera mataraðstöðu og svefnaðstöðu klára, ásamt fleyrir hlutum sem þarf að huga að þegar svona stór viðburður nálgast.
Starfsmenn KA-Heimilisins hafa verið í óðaönn við að merkja og mæla út velli og gera svæðið klárt fyrir allan þann skara af fólki sem er væntanlegt á mótið.
Við minnum á heimasíðu N1 mótsins, www.ka-sport.is/n1motid , en þar munu fréttir, myndir og upplýsingar birtast.