2. flokkur KA í knattspyrnu í A-deild

2. flokkur KA í knattspyrnu tryggði sér í dag sæti í A-deild á næsta keppnistímabili. Þetta varð ljóst að loknum leik Fjölnis og Grindavíkur sem lauk með jafntefli. Með sigri hefði Fjölnir skotist upp fyrir KA og lent í öðru sæti B-deildarinnar og þar með tryggt sér sæti í A-deild, en það tókst Fjölni sem sagt ekki og annað sætið er KA-manna og þar með spilar KA í A-deild í 2. flokki á næsta keppnistímabili. Þór varð í efsta sæti í B-deildinni í 2. flokki með 26 stig og KA lenti í öðru sæti með 25 stig - tvö efstu liðin færast upp í A-deildina og koma þar í stað ÍA og Þróttar R. Hin sex liðin í A-deildinni á komandi leiktíð verða Fylkir, Stjarnan, Breiðablik/Augnablik, KR, Fram og FH.

Óhætt er að segja að 2. flokkurinn hafi staðið sig frábærlega í sumar, því auk þess að tryggja sér sæti í A-deildinni spilaði hann til úrslita um VISA-bikarinn við nágranna okkar í Þór, en tapaði naumlega. Ástæða er til að óska strákunum og þjálfara þeirra, Örlygi Þór Helgasyni, til hamingju með góðan árangur í sumar