3-2 sigur gegn HK

Kristján Freyr skoraði þrjú mörk í Lengjubikarnum.
Kristján Freyr skoraði þrjú mörk í Lengjubikarnum.

KA 3-2 HK
1-0 Kristján Freyr Óðinsson (31. mín)
1-1 Guðmundur Atli Steinþórsson (33. mín)
1-2 Axel Kári Vignisson (57. mín)
2-2 Gunnar Örvar Stefánsson (58. mín)
3-2 Ólafur Hrafn Kjartansson (67. mín)

Lið KA
Fannar (m), Kristján Freyr, Bjarki Þór, Atli Sveinn (m), Gauti Gauta, Bjarni Mark (Ólafur Hrafn, 21. mín), Jóhann Helga (Jón Heiðar 46. mín), Hrannar Björn, Ævar Ingi (Úlfar Vals, 90. mín), Hallgrímur Mar og Gunnar Örvar (Orri Gústafs, 80. mín).

Bjarni Mark þurfti að fara fljótlega af velli meiddur eftir harkalegt samstuð og kom Ólafur Kjartan inná í hans stað. Það var Kristján Freyr sem kom okkur yfir þegar hann var manna ákveðnastur í teignum og skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. HK voru þó ekki lengi að jafna en þeir skoruðu aðeins tveimur mínútum seinna einnig skalli eftir horn. Það var því 1-1 þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks.

Á 57. mínútu þá ákváðu liðin að endurtaka fyrstu tvö mörkin úr Bayern-Man Utd fyrir þá sem sáu ekki þann leik. Þetta byrjaði allt þegar vinstri bakvörður HK skaut viðstöðulaust upp í samskeytin, algjört draumamark. Við vorum þó ekki lengi að svara fyrir okkur en Jón Heiðar senti fyrir markið þar sem Gunnar Örvar skoraði frábært skallamark. Það var svo Ólafur Hrafn sem skoraði sigurmarkið eftir að hann tók boltann niður inn í teig og kláraði færið nokkuð vel.

Sanngjarn sigur hjá KA en bæði lið hafa líklega átt betri dag. Sigurinn þýðir að við enduðum í fjórða sæti í riðlinum með 10 stig sem verður að teljast ágæt niðurstaða. Liðið mun í framhaldinu leika 2-3 æfingaleiki fram að móti en Íslandsmótið hefst 10. maí gegn Víking Ó. á Akureyri.