B-liðið spilaði við Breiðablik 2 og vann góðan sigur 4-3 eftir að hafa komist í 4-1. Það voru Starri Bernharðsson, Gunnar Sigurðsson og Angantýr Máni Gautason sem skoruðu mörkin, þar af skoraði Angantýr 2 mörk.
C-liðið spilaði einnig við Breiðablik 2 og vann 2-1 sigur þar sem Ágúst Már Steinþórsson kom KA yfir eftir 7 mín. Þorsteinn Ágúst Jónsson kom síðan KA í 2-0 í byrjun seinni hálfleiks. Breiðablik náði að minnka muninn stuttu seinna en komst ekki nær en það og KA því Íslandsmeistari 2015 í B og C-liðum.
Við óskum strákunum og þjálfurum innilega til hamingju með þennan árangur.