5.-6. deild kvenna í KA-Heimilinu um helgina

KA Freyjur eru klárar í slaginn
KA Freyjur eru klárar í slaginn

Það verður heldur betur blakveisla í KA-Heimilinu um helgina þegar bæði verður keppt í 5. og 6. deild kvenna. Þetta er önnur túrnering vetrarins í þessum deildum en KA-Freyjur leika í 5. deildinni og hafa þær unnið einn leik af fyrstu fjórum. Við hvetjum áhugasama að sjálfsögðu til að leggja leið sína í KA-Heimilið um helgina en leikjaplön deildanna má sjá hér fyrir neðan.

Smelltu hér til að sjá leikjaplanið í 5. deild

Smelltu hér til að sjá leikjaplanið í 6. deild