Æfingaleikur gegn Tindastól

Á fimmtudaginn 17. apríl fer fram KA-Tindastól á KA-gervigrasinu kl. 12:00.

KA liðið þótti spila vel í Lengjubikarnum og vantaði einungis eitt stig til að komast áfram. Tindastóll átti aftur á móti ekki gott mót og enduðu í neðsta sæti í sínum riðli í B-deildinni. Það verður þó athyglisverður leikur þar sem að Tindastól eru líkt og við í 1. deild og munum við mæta þeim tvisvar sinnum í sumar.