Ævar Ingi Jóhannesson er íþróttamaður knattspyrnudeildar KA árið 2015

Ævar Ingi er fæddur í janúar 1995 og verður því 21 árs núna eftir nokkrar vikur.  Sumarið 2015 var Ævar algjör lykilmaður í lið KA í fyrstu deildinni og skoraði hann 12 mörk í deild og bikar fyrir liðið í sumar.  Í lok sumars var Ævar valinn í lið fyrstu deildarinnar af þjálfurum og fyrirliðum sem segir margt um styrk hans í sumar.  Ævar Ingi var einnig í algjöru lykilhlutverki hjá U-21 árs landsliði Íslands en nú þegar undankeppni EM 2017 er hálfnuð er Íslenska landsliðið á toppi síns riðils á undan þjóðum eins og Frökkum og Skotum.  Ævar var meðal annars valinn maður leiksins í fræknum sigri Íslands á Frökkum 3-2 en með Frökkum leika margir leikmenn úr stærstu liðum heims.

Ævar hefur alltaf gefið sig 100% í þau verkefni sem honum eru falinn og hefur hann gríðarlega mikinn metnað til að ná langt í fótboltanum auk þess sem framkoma hans í garð íþróttarinnar og félaganna hefur alltaf verið til fyrirmyndar.