Afmælishátíð félagsheimilis KA á fimmtudaginn

Nú á fimmtudaginn verður fagnað því að 30 ár eru frá því að félagsheimili KA var vígt. Að því tilefni ætlum við að efna til afmælisveislu. Pylsur og afmælisterta verður í boði fyrir gesti og gangandi.

Herlegheitin hefjast kl. 17:00 í KA-heimilinu og er öllum Akureyringum boðið að koma og kíkja við hjá okkur og fagna þessum merka áfanga. Eftir afmælið er síðan tilvalið að fjölmenna niður á Akureyrarvöll kl. 19:15 og sjá KA leika við Leikni F.