Afmælishátíð KA fór einstaklega vel fram

Þeir Íþróttamenn sem tilnefndir voru sem Íþróttamaður KA f.v Hans faðir Helgu, Gunnar Valur, Daníel …
Þeir Íþróttamenn sem tilnefndir voru sem Íþróttamaður KA f.v Hans faðir Helgu, Gunnar Valur, Daníel og Alda Ólína
85 ára afmælishátíð KA fór fram í gærkveldi í KA-Heimilinu og var mikið um dýrðir eins og von er á þegar tæplega 400 KA menn koma saman með það að markmiði að skemmta sér og öðrum. Veislustjóri kvöldsins var enginn annar en Rögnvaldur gáfaði og má með sanni segja að hann hafi farið á kostum með sínum flugbeitta húmor og snilligáfu. 

Eins og von er vísa á svona hófi var svolítið um formlegheit í formi ræðuhalda og viðurkenninga en afhent voru brons-, silfur- og gullmerki félagsins ásamt styrkjum úr Jakobssjóði auk þess sem kjöri á íþróttamanni KA var lýst. Þá kom formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, á svið og veitti silfur- og gullmerki KSÍ og einnig mætti fulltrúi HSÍ og veitti gullmerki sambandsins en nánari útlistun á þeim sem viðurkenningar hlutu munu koma hér inn í vikunni ásamt fjölmörgum myndum af kvöldinu.

Ræðumaður kvöldsins Logi Einarsson hélt flotta ræðu þar sem hann tengdi saman trúarbrögð og íþróttafélög. 

Eftir að formlegheitum lauk steig KA-bandið margfræga á stokk og tók nokkur lög og eins og venjan er tók þjálfari Akureyrar, Heimir Árnason, með þeim eitt lag ásamt Andra Snæ Stefánssyni. Að því loknu steig Páll Óskar á svið og spilaði langt frá á nótt undir kröftugum KA dansi.

Það má með sanni segja að hátíðin hafi farið vel fram og er þegar farið að telja niður í 90 ára afmælishátíðina. Heimasíðan vill þakka öllum þeim sem komu að kvöldinu; afmælisnefndinni, fyrirtækjum og sérstaklega þeim fjölmörgu KA mönnum sem lögðu leið sína í KA heimilið og gerðu kvöldið ógleymanlegt. Lifi KA.