Afmælishátíð KA sunnudaginn 12 janúar

Alda Ólína íþróttamaður KA 2012
Alda Ólína íþróttamaður KA 2012

Sunnudaginn 12 janúar nk. verður haldið upp á afmæli KA og er öllum KA-mönnum boðið að koma og taka þátt í deginum með okkur í KA-heimilinu.  Dagskráin byrjar kl 14.00 þar sem farið verður yfir árið, ræðumaður dagsins verður svo á sínum stað auk þess sem íþróttamaður KA verður krýndur.  Að veislu lokinni verður svo boðið upp á kaffiveitingar og að sjálfsögðu verðum við með landsleik Íslands og Noregs á stórum skjá.

Vonumst til að sjá sem flesta.