Handknattleiksdeild KA hefur gert samning við unga og efnilega örvhenta skyttu frá Færeyjum. Sá heitir Áki Egilsnes og er fæddur árið 1996.
Áki kemur til liðs við KA frá VÍF í Færeyjum, en þar áður lék hann með TMS Ringsted í næst efstu deild í Danmörku. Áki er gríðarlega öflug og efnileg skytta, 187 cm á hæð og aðeins 21 árs gamall. Hann leikur U21-árs landslið Færeyja og mun m.a. taka þátt í heimsmeistarakeppni U21 árs liða sem fram fer núna í sumar en þetta í fyrsta skipti sem Færeyingar tryggja sér þátttöku á lokamóti í handbolta. Áki á einnig að baki nokkra leiki með A-landsliði Færeyja.
Áki mun svo koma til KA í ágúst og hefja æfingar með liðinu. Áki er ekki óvanur því að leika í gulu og bláu en VÍF í Færeyjum eru einmitt gulir og bláir.