Áki lék í sigri U15 á Finnum

Youth Olympic Games
Youth Olympic Games

Áki Sölvason lék síðustu 20 mínúturnar í 2-0 sigri U15 á Finnum í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna.

Áki spilaði á hægri kanti og þótti standa sig vel að mati Bjarna Jó þjálfara. Bjarni er úti í Sviss að fylgjast með liðinu en eins og áður sagði er Sigurbergur sonur Bjarna einnig í hópnum.
 
Mörk Íslendinga skoruðu Frammarinn Helgi Guðjónsson og Grindvíkingurinn Hilmar Andrew McShane á 59. og 64. mínútu. Bjarni sagði að leikurinn hefði verið jafn og spennustigið hátt til að byrja með enda allir strákarnir að stíga sín fyrstu spor í landsliðsbúningnum. Eftir fyrsta markið kom þó meiri ró í liðið og þeir sigldu sigrinum heim.

Á mánudaginn mæta strákarnir sigurvegaranum úr leik Armeníu og Moldóvíu sem fór fram í dag í hreinum úrslitaleik um sæti á Ólympíuleikum ungmenna sem fer fram í Kína á næsta ári.