Áki Sölvason
Áki Sölvason skoraði þriðja mark Íslendinga gegn Moldóvum í 3-1 sigri. Þetta var hreinn úrslitaleikur um sæti á Ólympíuleika ungmenna sem fer fram í Kína á næsta ári og eru því strákarnir á leiðinni þangað.
Áki var í byrjunarliði í dag en hann var á bekknum á laugardaginn en átti góða innkomu sem hefur líklega skilað sér í byrjunarliðssæti í dag. Markið hans kom snemma í seinni hálfleik og að sögn Bjarna Jó þjálfara átti hann góðan leik.
Fyrstu tvö mörk Íslendinga skoruðu Stjörnumaðurinn Kristófer Ingi Kristinsson og Grindvíkingurinn Hilmar Andrew McShane.