Akureyri – FH í Olís-deildinni á fimmtudaginn

Það er leikið þétt í handboltanum þessa dagana og mætast Akureyri og FH aftur hér í Íþróttahöllinni á fimmtudaginn. Sá leikur er í Olís-deildinni en leikurinn tilheyrir 14. umferð deildarinnar en staða liðanna að henni lokinni segir til um hvaða leikir verða á heimavelli og hverjir á útivelli í síðustu sjö umferðum deildarinnar.
Reyndar er það svo að Akureyri og ÍBV eiga eftir að mætast í margfrestuðum leik úr 10. umferð. Sá leikur verður í Vestmannaeyjum sunnudaginn 16. febrúar og þá loks kemur í ljós uppröðun liðanna.

Við vitum allt um æsilegan leik Akureyrar og FH á mánudagskvöldið og ljóst að það verður ekki síður spenna og hasar á fimmtudaginn enda þurfa bæði lið á stigum að halda í Olís-deildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:00 eins og vanalega og að sjálfsögðu gilda stuðningsmannaskírteinin á leikinn.


Heimir og Bjarni munu örugglega leggjast á eitt með að stöðva Ásbjörn Friðriksson á fimmtudaginn.