Um leið og við óskum þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári þá minnum við á stórbingó Akureyrar Handboltafélags sem verður í Íþróttahöllinni sunnudaginn 29. desember klukkan 14:00.
Vinningalistinn er alltaf að lengjast eins og hér má sjá:
Það er því til mikils að vinna um leið og menn styrkja Akureyri Handboltafélag en bingóið er liður í fjáröflun fyrir félagið, ekki síst til að standa undir keppnisferðum fyrir lið 2. flokks.
Bingóspjald kostar 1.000 krónur en hægt er að gera kjarakaup með því að kaupa þrjú spjöld á 2.000 krónur.
Bingóið hefst eins og áður segir klukkan 14:00 á sunnudaginn 29. desember og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Þátttakendum verður boðið upp á kaffi og nýbakaðar vöfflur auk þess sem sjoppa verður opin.
Komdu og taktu þátt í hressilegri fjölskylduskemmtun í Höllinni!
Með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða,
Leikmenn og stjórn Akureyrar Handboltafélags.