Alda ÓIína Arnarsdóttir Íþróttamaður KA 2012

Alda með verðlaunagripina og blómvönd í gærkveldi. Mynd: Þórir Tryggva.
Alda með verðlaunagripina og blómvönd í gærkveldi. Mynd: Þórir Tryggva.

Á afmælishátíð KA í gær voru íþróttamenn deildanna heiðraðir fyrir árangur sinn á árinu en það voru þau Alda Ólína Arnarsdóttir (Blak), Daníel Matthíasson (Handbolti), Gunnar Valur Gunnarsson (Fótbolti) og Helga Hansdóttir (Júdó). Eins og venjan er var svo valinn íþróttamaður félagsins og að þessu sinni var það Alda Ólína sem hreppti hnossið en hún átti frábært ár.

Alda Ólína er fædd 19. október 1995. Alda hefur lagt stund á blakíþróttina frá unga aldri og náð mjög góðum árangri. Hún spilar nú með 2. flokki KA og meistaraflokki kvenna og hefur verið einn af lykilmönnum liðanna á árinu. Á leiktímabilinu 2011-2012 varð hún Íslandsmeistari bæði með 2. og 3. flokki. Hún var valin í U-17 og U-19 landsliðin sem léku á Norðurlandamótum í Finnlandi og Noregi sl. haust. Einnig var hún tilnefnd sem efnilegasti leikmaður Mikasadeildarinnar á lokahófi BLÍ s.l. vor.

Alda Ólína er ekki bara góður leikmaður heldur hefur hún sýnt að hún hefur til að bera þann persónuleika sem einkennir góðan íþróttamann. Ástundun hennar er til fyrirmyndar; hún mætir stundvíslega á æfingar og leggur sig alla fram við æfingar og er hvetjandi fyrir meðspilara sína.

Hér að neðan er mynd frá gærkveldinu en fyrir Helgu tók faðir hennar Hans við hennar viðurkenningu. Myndina tók Þórir Tryggva.