KA hefur ákveðið að fá serbneska miðjumanninn Aleksandar Trninić á reynslu í febrúar.
Aleksandar er 29 ára gamall og leikur um þessar mundir með Rad í efstu deild í Serbíu. Hann hefur einnig leikið með Debrecen í Ungverjalandi og FK Vardar í Makedóníu en bæði þessi lið hafa leikið í Evrópukeppnum félagsliða undanfarin ár.
Aleksandar leikur sem djúpur miðjumaður eða hafsent og verður gaman að sjá hvernig hann mun kunna við sig í gulu treyjunni.