Almenningsíþróttir

Ganga alla laugardaga
Ganga alla laugardaga

Laugardaginn 4. myndaðist vísir almenningsíþróttadeild innan KA.  Fyrsti gönguhópurinn fór af stað frá KA og verður þetta vonandi fyrsta skrefið í því að efla starf KA enn meira.  Hvetjum við alla til að koma í KA-heimilið og taka þátt í þessu með okkur á laugardögum í vetur en gönguhópurinn hittist við KA-heimilið kl 10.30 alla laugardaga.  Ekkert gjald þarf að greiða fyrir þátttökuna annað en að koma með góða skapið og njóta sín í góðum félagsskap.