Örlygur Ívarsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar KA lést í fyrrinótt 84 ára að aldri.
Örlygur var stjórnarmaður í knattspyrnudeild KA til fjölda ára og gegndi þar flestum stöðum, þar á meðal formannsstöðu. Í raun má segja að hann hafi verið á þessum árum í öllum embættum í stjórn knattspyrnudeildar sem völ á. Ölli eins og hann var kallaður var ætíð til í leggja hönd á plóginn og seinni árin var hann ekki síður til í að gefa góð ráð er menn leituðu til hans.
Örlygur og kona hans Bryndís Þorvaldsdóttir buðu KA menn ætið velkomna og var heimili þeirra um margra ára skeið sem félagsheimili KA.
Kær félagi er kvaddur með virðingu og þökkum fyrir allt.
Knattspyrnufélag Akureyrar vottar eftirlifandi eiginkonu hans, Bryndísi Þorvaldsdóttir, börnum þeirra og afkomendum innilegustu samúð.
Útför Örlygs fer fram í Akureyrarkirkju mánudaginn 30.11 kl. 13:30