Anna Rakel Pétursdóttir leikmaður meistaraflokks Þórs/KA hefur verið valin í lokahóp Íslands á Evrópumóti U17 sem fer fram á Íslandi dagana 22. júní til 4. júlí. Anna Rakel er uppalin í KA og hefur staðið sig virkilega vel með liði Þórs/KA það sem af er sumri og er lykilmaður í liðinu.
Þá var einnig Andrea Mist Pálsdóttir úr liði Þórs/KA valin í hópinn en hún er uppalin í Þór. Við óskum stelpunum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis á þessu stórmóti. Við hvetjum svo að sjálfsögðu alla sem geta til að kíkja á leiki liðsins, áfram Ísland!
Annars er hópurinn svona:
Guðný Árnadóttir, FH
Agla María Albertsdóttir, Breiðablik
Alexandra Jóhannsdóttir, Haukar
Andrea C. Thorisson, FC Rosengard
Andrea Mist Pálsdóttir, Þór
Anita Dögg Guðmundsdóttir, FH
Anna Rakel Pétursdóttir, KA
Elena Brynjarsdóttir, Breiðablik/Augnablik
Eyvör Halla Jónsdóttir, Víkingur
Guðrún Gyða Haralz, Breiðablik/Augnablik
Ingibjörg Rún Óladóttir, FH
Ingibjörg Valgeirsdóttir, Sindri
Jasmín Erla Ingadóttir, Fylkir
Kim Olafsson Gunnlaugsson, FFC Frankfurt
Kristín Dís Árnadóttir, Breiðablik/Augnablik
Kristín Þóra Birgisdóttir, Afturelding
Selma Sól Magnúsdóttir, Fylkir
Una Margrét Einarsdóttir, Keflavík