Anna Rakel skoraði með U17

Anna Rakel skoraði gott mark gegn Írum.
Anna Rakel skoraði gott mark gegn Írum.

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri tapaði tveimur vináttulandsleikjum með minnsta mun gegn sterku liði Íra, 2-1 og 1-0.

Anna Rakel Pétursdóttir átti þó góða ferð en hún skoraði eina mark Íslands þegar hún jafnaði rétt fyrir lok fyrri hálfleiks í fyrri leiknum. Á heimasíðu KSÍ er sagt að markið hafi verið gott einstaklingsframtak hjá okkar stúlku sem endaði með óverjandi skoti fyrir utan teig.

Anna Rakel spilaði allan seinni leikinn og Harpa Jóhannsdóttir kom í markið þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum. 

Þessir æfingaleikir voru liðir í undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna sem fram fer á Íslandi í sumar.