KA hefur náð samkomulagi við Archange Nkumu um að leika með félaginu næstu tvö árin. Archie, eins og hann er alltaf kallaður, hefur verið við æfingar hjá KA undanfarin einn og hálfan mánuð.
Archie er 21 árs gamall miðjumaður, sem getur einnig brugðið sér í stöðu miðvarðar. Archie kom til KA í febrúar og hefur verið á reynslu síðan þá. Hann hefur leikið alla leikina með félaginu í Lengjubikarnum og staðið sig vel.
Eins og segir að ofan gerði Archie samning við KA til næstu tveggja ára og mun hann styrkja liðið í komandi átökum í 1. deildinni í sumar.