Í dag á öðrum degi jóla fór fram árgangamót hjá uppöldum KA strákum, en þessi hópur hefur hist síðustu ár og rifjað upp gamla takta. Strákar fæddir 1984 og upp til ársins 1991 spila í fjórum liðum og sáust nokkrir skemmtilegir taktar í KA-Heimilinu.
Eftir gríðarlega baráttu stóð yngsta liðið uppi sem sigurvegari að þessu sinni og vóg þar þungt að Jón Heiðar Sigurðsson núverandi leikmaður Akureyrar lék með liðinu.
Andri Snær Stefánsson, Bjarni Jónasson og Óðinn Stefánsson sáu um dómgæsluna að þessu sinni. Siguróli Magni Sigurðsson og Bjarni Jónasson sáu hinsvegar um herlegheitin og gerðu það með glæsibrag.