Eftir aðalfund félagsins, sem haldinn var í kvöld 25. mars 2015, safnaði Hrefna G. formaður félagsins fundargestum saman fyrir framan nýjan fundarsal, sem er í suðurenda félagsheimilisins.
Tilefnið var að vígja átti salinn, en aðalstjórn hafði samþykkt að nefna salinn eftir Árna Jóhannssyni, fyrrum formanni KA og knattspyrnudeildar KA og hlaut því salurinn nafnið Árnastofa.
Árni Jóhannsson, sem flestir KA menn þekkja að einhverju leyti, lést langt fyrir aldur fram seint á síðasta ári, Árni hafði til að mynda verið einn af máttarstólpum N1 mótsins okkar til margra ára, en leikjafyrirkomulag mótsins var hannað af Árna. Óhætt er að segja að Árni hafi tekið að sér öll þau verkefni sem til féllu hjá félaginu.
Árni að störfum á Esso mótinu (síðar N1 mótið) 3. júlí 2004. Mynd Þórir Tryggvason.
Eins og áður sagði var Árni bæði formaður KA (2005-2008) og formaður Knattspyrnudeildar (1995-1997).
Þess má geta að fjölskylda Árna gaf við þetta tækifæri veglegt sjónvarpstæki sem er komið upp í setustofu félagsheimilisins. KA þakkar þeim innilega fyrir þessa glæsilegu gjöf.