Árni Björn Eiríksson er fæddur 1997 og lék því í 3. flokk í sumar en þeir enduðu í 3. sæti í A-deild Íslandsmótsins og urðu Bikarmeistarar á Norður- og Austurlandi. Hann hefur í vetur verið í æfingahóp meistaraflokks og staðið sig mjög vel.
Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson hafa byrjað flesta leiki hjá árgangi 1995 í U17, U18 og U19. Þeir félagar gerðu góða ferð með U19 í haust til Belgíu í undankeppni EM þar sem þeir enduðu í 2. sæti á eftir heimamönnum en slógu Frakkana út. Í milliriðli mæta Fannar og Ævar Serbu, Tyrkjum og Írum.