Aron Dagur (15) spilaði sinn fyrsta mfl leik í dag

Í dag fór fram æfingaleikur milli KA og Dalvík/Reynis. Leikurinn sem var spilaður í 4x20mín fyrirkomulagi fór 4-3 fyrir KA menn.

Aron Dagur, 15 ára markmaður, sem spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í dag, hefur einnig verið að æfa með landsliðsúrtaki Íslandi í u17.

Ekkert var hægt að setja út á frammistöðu Arons þrátt fyrir 3 mörk og má hann vera stoltur af fyrsta leik sínum fyrir meistaraflokk KA. Það er klárt mál að við munum sjá meira af þessum strák í framtíðinni.