Aron Dagur Birnuson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við KA. Aron hefur undanfarin tvö ár sannað sig sem einn efnilegasti markvörður landsins og í síðasta mánuði varði hann mark U-17 ára landsliðs Íslands í undankeppni EM 2016 þar sem hann stóð sig frábærlega og vakti mikla athygli. Aron Dagur hefur einnig verið að standa sig mjög vel með yngri liðum KA auk þess sem hann hefur nú þegar byrjað að æfa með meistaraflokki félagsins.
Er það mikið gleðiefni fyrir KA að tryggja sér þjónustu þessa efnilega markmanns næstu árin og vonandi eigum við eftir að sjá mikið af honum í framtíðinni.