Aron Dagur og Daníel í U19 ára landsliðinu

Daníel í baráttunni í sumar. / Mynd - Fotbolti.net
Daníel í baráttunni í sumar. / Mynd - Fotbolti.net

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 ára landsliðs karla valdi í dag landsliðshóp sem leikur tvo vináttuleiki við Wales 2. og 4. september næstkomandi. Leikirnir munu fara fram í Wales.

Í hópnum eru tveir leikmenn KA. Það eru þeir Aron Dagur Birnuson og Daníel Hafsteinsson. KA óskar þessum efnilegu leikmönnum til hamingju með valið og jafnframt góðs gengis ytra.


Aron Dagur leiðir KA liðið til leiks