Jólagjöfin í ár er pláss í Arsenalskólanum 2015!
Arsenal Soccer Schools verður haldin 15.-19. júní næsta sumar. Skólinn hefur fest sig í sessi sem árlegur viðburður á KA-svæðinu. Frá Bretlandi koma færir og skemmtilegir þjálfarar sem setja upp og stjórna æfingunum með góðum þjálfurum sér til aðstoða sem túlka t.d. fyrir yngstu iðkendurnar.
Í fyrra komu krakkar frá yfir 30 liðum frá öllu landinu. Það er því ekki einungis gaman fyrir krakkana að fá að spreyta sig á nýjum æfingum heldur kynnast þau skemmtilegum krökkum í leiðinni.
Það kostar einungis 25.000 kr í skólann og innifalið í verði er 20 klst kennsla, heitur matur í hádeginu, hressing í lok dags og óvænt gjöf.
Skráning og greiðsla fer fram á ka-sport.is/arsenal.
Nánari upplýsingar veitir Aðalbjörn Hannesson alli@ka-sport.is